Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins á áttunda tímanum í gærkvöldi. Viðræður Framsóknar um myndun nýs meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Flokki fólksins og Viðreisn…
Breytingar Framsókn boðaði breytingar sem nú er að vænta eftir að flokkurinn sprengdi þaulsætinn meirihluta.
Breytingar Framsókn boðaði breytingar sem nú er að vænta eftir að flokkurinn sprengdi þaulsætinn meirihluta. — Morgunblaðið/Karítas

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Viðræður Framsóknar um myndun nýs meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Flokki fólksins og Viðreisn eru hafnar, en í samtali við Morgunblaðið segist Einar sjá fyrir sér að hann verði áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta.

Hann segir hinn fallna meirihluta ekki hafa náð nægjanlega miklum árangri á kjörtímabilinu.

„Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að laga reksturinn eru ýmsar ákvarðanir sem við verðum að taka og ég sé ekki fram á að það náist innan þessa meirihluta. Ákvarðanir í skipulagsmálum, ákvarðanir

...