Sá hvellur sem gekk yfir landið nú í vikunni svo að rauðar veðurviðvaranir giltu um land allt var samspil margra þátta sem sjaldan fara saman í einu. Slíkt gerðist þó nú. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur
Pus Vatnselgur í Lækjargötu í Reykjavik. Ferðamaður tekur myndir.
Pus Vatnselgur í Lækjargötu í Reykjavik. Ferðamaður tekur myndir.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Sá hvellur sem gekk yfir landið nú í vikunni svo að rauðar veðurviðvaranir giltu um land allt var samspil margra þátta sem sjaldan fara saman í einu. Slíkt gerðist þó nú. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Ofsi veðursins skall á landinu um hádegi á miðvikudag og stóð í um sólarhring. Víða varð foktjón og ýmsar skemmdir. Talsverðar búsifjar urðu til dæmis austur á landi; á Stöðvarfirði og í Breiðdal.

Á landsvísu urðu alls 1.355 heimili og fyrirtæki tengd dreifikerfi Rarik fyrir rafmagnsleysi eða truflunum um skemmri eða lengri tíma vegna óveðursins. Mest voru áhrifin á Vestur-, Austur- og Suðurlandi. Norðurhluti landsins slapp vel. Verkefni björgunarsveita í áhlaupinu skiptu hundruðum.

Læg ætti

...