Íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu mæst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fótbolta með þýsku liðunum Bayern München og Wolfsburg. Dregið var til átta liða úrslitanna og undanúrslitanna í…
![Fagnað Sveindís og Glódís eru bæði samherjar og keppinautar.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/acd670c5-b893-49ae-abcc-f6135c5e8335.jpg)
Fagnað Sveindís og Glódís eru bæði samherjar og keppinautar.
— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu mæst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fótbolta með þýsku liðunum Bayern München og Wolfsburg.
Dregið var til átta liða úrslitanna og undanúrslitanna í höfuðstöðvum UEFA í Sviss í gær og ljóst varð að þær myndu ekki mætast í átta liða úrslitum því þýsku liðin voru bæði í neðri styrkleikaflokknum.
Glódís og samherjar í Bayern drógust gegn áttföldum Evrópumeisturum Lyon frá Frakklandi. Sigurliðið í þeirri viðureign mætir Real Madrid frá Spáni eða Arsenal frá Englandi í undanúrslitum.
Sveindís og samherjar í Wolfsburg drógust gegn sjálfum Evrópumeisturum Barcelona frá Spáni í átta liða úrslitum. Sigurliðið mætir Manchester City eða Chelsea, en ensku
...