Íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu mæst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fótbolta með þýsku liðunum Bayern München og Wolfsburg. Dregið var til átta liða úrslitanna og undanúrslitanna í…
Fagnað Sveindís og Glódís eru bæði samherjar og keppinautar.
Fagnað Sveindís og Glódís eru bæði samherjar og keppinautar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu mæst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fótbolta með þýsku liðunum Bayern München og Wolfsburg.

Dregið var til átta liða úrslitanna og undanúrslitanna í höfuðstöðvum UEFA í Sviss í gær og ljóst varð að þær myndu ekki mætast í átta liða úrslitum því þýsku liðin voru bæði í neðri styrkleikaflokknum.

Glódís og samherjar í Bayern drógust gegn áttföldum Evrópumeisturum Lyon frá Frakklandi. Sigurliðið í þeirri viðureign mætir Real Madrid frá Spáni eða Arsenal frá Englandi í undanúrslitum.

Sveindís og samherjar í Wolfsburg drógust gegn sjálfum Evrópumeisturum Barcelona frá Spáni í átta liða úrslitum. Sigurliðið mætir Manchester City eða Chelsea, en ensku

...