Umhleypingstíð setti mark sitt á vikuna, með hrakviðri, illhleypum, óstillingum, úrfelli, ókyrrum, umgöngum, hrinum, rumbum, hvellum, byljum, nepjum, éljum, garra, gusum, hríðum, skotum, hryðjum og írennsli
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is
Umhleypingstíð setti mark sitt á vikuna, með hrakviðri, illhleypum, óstillingum, úrfelli, ókyrrum, umgöngum, hrinum, rumbum, hvellum, byljum, nepjum, éljum, garra, gusum, hríðum, skotum, hryðjum og írennsli. Ýmist hefur verið spillibloti, hláviðri, bráðaþeyr, ísabrot og asahláka ellegar herpingskuldi, brunanístingur og grimmdargaddur.
Orðið umhleypingur er jafnan haft í fleirtölu, umhleypingar, þegar átt er við hina óstöðugu veðráttu með stormum og úrkomu, og frostköflum og hláku á víxl. Í færeyskri orðabók eru í sömu merkingu höfð orðin lopatíðir „umskiftandi tíðir“ og lopaveður
...