Senn verða liðin tvö ár síðan skrifað var undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu framtíðaraðstöðu fyrir skipaútgerð Landhelgisgæslu Íslands í Reykjaneshöfn, nánar tiltekið í Njarðvíkurhöfn. Viðræður hafa átt sér stað milli Reykjanesbæjar og dómsmálaráðuneytisins en ekkert er fast í hendi
Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Senn verða liðin tvö ár síðan skrifað var undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu framtíðaraðstöðu fyrir skipaútgerð Landhelgisgæslu Íslands í Reykjaneshöfn, nánar tiltekið í Njarðvíkurhöfn.
Viðræður hafa átt sér stað milli Reykjanesbæjar og dómsmálaráðuneytisins en ekkert er fast í hendi. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá ráðuneytinu að nýr dómsmálaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, væri að setja sig inn í málið og hygðist funda með svokölluðum hagaðilum á næstunni.
Samkvæmt upplýsingum Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra Reykjanesbæjar mun byggingu skjólgarðs við Njarðvíkurhöfn og dýpkun hafnarinnar ljúka á þessu ári. Sú framkvæmd er grunnforsenda þess að
...