Silvía Svíadrottning felldi tár er þau Karl Gústaf konungur heimsóttu Risbergska-skólann í Örebro daginn eftir að 35 ára gamall maður gerði þar mannskæðustu skotárás í sögu Svíþjóðar á þriðjudaginn þar sem tíu manns lágu í valnum
![Skilningsleysi Silvía Svíadrottning og Karl Gústaf konungur heimsækja vettvang skelfingarinnar í Örebro ásamt forsætisráðherrahjónunum.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/ffcc3853-d786-4db3-adca-f356a8e5fc59.jpg)
Skilningsleysi Silvía Svíadrottning og Karl Gústaf konungur heimsækja vettvang skelfingarinnar í Örebro ásamt forsætisráðherrahjónunum.
— AFP/Jonathan Nackstrand
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Silvía Svíadrottning felldi tár er þau Karl Gústaf konungur heimsóttu Risbergska-skólann í Örebro daginn eftir að 35 ára gamall maður gerði þar mannskæðustu skotárás í sögu Svíþjóðar á þriðjudaginn þar sem tíu manns lágu í valnum. Svipti ógæfumaðurinn sig lífi að ódáð sinni lokinni.
Grátklökk með blómvönd
„Hvert fór Svíþjóðin okkar fagra?“ spurði drottning grátklökk í ávarpi með hvít blóm í vendi til minningar um fórnarlömbin – og er nema von að hún spyrji í ljósi fréttaflutnings frá Svíþjóð undanfarin misseri þar sem vargöldin stingur svo rækilega í stúf við gang mála í skandinavísku nágrannalöndunum að ætla mætti að um allt annan heimshluta væri að ræða.
Hefur manndrápum með
...