Velgengni Hollendingnum Justin Kluivert gekk afar vel í janúar.
Velgengni Hollendingnum Justin Kluivert gekk afar vel í janúar. — AFP/Glyn Kirk

Andoni Iraola knattspyrnustjóri Bournemouth var í gær útnefndur stjóri janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Undir hans stjórn fór Bournemouth taplaust í gegnum janúar; vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli í fjórum deildarleikjum. Í leikjunum fjórum skoraði Bournemouth 12 mörk. Fimm þeirra skoraði Justin Kluivert, sem var útnefndur leikmaður janúarmánaðar. Bournemouth er í 7. sæti deildarinnar með 40 stig eftir 24 leiki.