„Mögulega verður hún til þess að þú borðar aldrei framar lambakjöt.“ Ekki er annað hægt en að nema staðar við þessa fullyrðingu á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC. Og hvað í ósköpunum er verið að tala um? Jú, fyrstu kvikmynd…
Barry Keoghan fer með hlutverk í myndinni.
Barry Keoghan fer með hlutverk í myndinni. — AFP/Zoulerah Norddine

„Mögulega verður hún til þess að þú borðar aldrei framar lambakjöt.“ Ekki er annað hægt en að nema staðar við þessa fullyrðingu á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC. Og hvað í ósköpunum er verið að tala um? Jú, fyrstu kvikmynd leikstjórans Christophers Andrews, Bring Them Down, sem frumsýnd var fyrir helgina. „… gæti verið svartasti og grimmasti tryllir sem nokkru sinni hefur verið gerður um sauðfjárrækt.“

Ekki verður séð að nokkur Íslendingur geti misst af þessari mynd en sögusviðið er írsk sveit í samtímanum, þar sem tvær fjölskyldur berast á banaspjót. Þegar önnur grunar hina um að hafa stolið frá sér tveimur hrútum verður fjandinn laus og framvindan er víst eins og hvert annað jarðbundið eldhúsvasksdrama, að sögn BBC, en með vendingum og taugatitringi eins og í grjóthörðustu gengjamynd. Að ekki sé talað um öll átökin og ofbeldið. Eitruð karlmennska

...