Auðurinn sem friðsæld gefur er nefnilega augljós þegar við horfum á íslenskt samfélag. En friðurinn sem við hvílum í er ekki okkar eigin.

Úr ólíkum áttum

Úr ólíkum áttum

Þórdís Kolbrún R.

Gylfadóttir

thordiskolbrun@althingi.is

Síðasta vor hittust leiðtogar flestra Evrópuríkja á ströndinni í Normandí. Það var til þess að minnast þess að áttatíu ár voru liðin frá því gagnsókn bandamanna inn í Evrópu hófst 6. júní 1944. Við Íslendingar héldum upp á það ellefu dögum síðar að þá voru einmitt liðin áttatíu ár frá því að við urðum lýðveldi og ótengd erlendri krúnu. Og nú í byrjun janúar hittust fjölmargir leiðtogar Evrópu í Póllandi til þess að minnast þess að áttatíu ár voru liðin frá því sovéskir hermenn frelsuðu sjö þúsund sem enn héldu lífi eftir dvölina í alræmdustu útrýmingarbúðum nasista. Það var 27. janúar.

Áttatíu ár eru

...