![Borgarnes Gamla ráðhúsið i Borgarnesi er að fá nýtt hlutverk; í staðinn fyrir skrifstofur verða þar nokkrar íbúðir.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/c63ad0c7-28a2-4d0c-b39b-d665ab6733a7.jpg)
Úr bæjarlífinu
Guðrún Vala Elísdóttir
Borgarnesi
Eins og aðrir fasteignaeigendur í Borgarnesi fékk ég sundurliðun á fasteignagjöldum fyrir árið 2025 inn á mínar síður á island.is en þeir sem eru 76 ára og eldri fengu álagningarseðla sína senda í pósti. Í tilkynningu frá Borgarbyggð kom fram að ef gjaldendur teldu álagningu ekki rétta væri hægt að fá endurálagningu með rökstuddum hætti.
Ekki eru allir sáttir við gjaldheimtuna og lesa mátti í aðsendum greinum inni á Skessuhorni athugasemdir um óboðlega skattheimtu fasteignagjalda þar sem samanburður er á fasteignasköttum á einbýli í Borgarnesi miðað við í Grafarvogi. Samanburðurinn er nokkuð sláandi, þar sem sýnt er fram á að íbúinn í Borgarnesi þarf að „ráðstafa 1,2 milljónum af brúttótekjum sínum til að greiða
...