Forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson, sótti sænska hermenn heim á Adazi-herstöðina í Lettlandi, norðaustur af höfuðborginni Ríga. Liðsaflinn sænski er nú hluti af fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins (NATO) og er þetta í fyrsta skipti frá…
— AFP/Gints Ivuskans

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson, sótti sænska hermenn heim á Adazi-herstöðina í Lettlandi, norðaustur af höfuðborginni Ríga. Liðsaflinn sænski er nú hluti af fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins (NATO) og er þetta í fyrsta skipti frá inngöngu Svía í varnarbandalagið sem þeir taka þátt með þessum hætti.

Vel var tekið á móti ráðherranum í heimsókn hans, heraflinn stillti sér upp í heiðursvörð og fékk Kristersson kynningu á starfi hersveitarinnar, hlutverki og þjálfun. Þá fékk hann einnig kynningu á ýmsum vopnakerfum NATO, s.s. bryndrekum af ólíkum gerðum.

Fjölþjóðasveitin hefur lengi verið til marks um öflugt samstarf ríkja NATO, sveigjanleika bandalagsins og herstyrk.