Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sópransöngkonan Elín Ósk Óskarsdóttir hvarf af söngsviðinu í um áratug en er nú komin endurnærð til baka og verður af því tilefni með endurkomutónleika undir yfirskriftinni „Guð er kærleikur“ í Langholtskirkju laugardaginn 22. febrúar og hefjast þeir klukkan 16:00. Hún fær til liðs við sig þekkt tónlistarfólk, „gamla, góða stórskotaliðið mitt frá fyrri árum“, og flytja þau þekkt kristileg sönglög, en allur ágóði af tónleikunum rennur til kirkjusjóðs Boðunarkirkjunnar í Hafnarfirði. „Söfnuðurinn bjargaði lífi mínu andlega og styrkurinn er þakklætisvottur fyrir það,“ segir söngkonan.
Elín Ósk lauk einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1984 og stundaði framhaldsnám á Ítalíu og Englandi. Hún söng Toscu í óperu Puccinis
...