Úrslitaleikurinn í bandarísku NFL-ruðningsdeildinni, Ofurskálarleikurinn (Super Bowl), fer fram annað kvöld, sunnudagskvöld, í New Orleans. Reyndar hefst hann ekki fyrr en klukkan hálfeitt að nóttu að íslenskum tíma. Þar eigast við Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles. Gunnar Valgeirsson, NFL-sérfræðingur Morgunblaðsins, útskýrir í blaðinu í dag hvers vegna flestir spá Kansas City sigri, þriðja árið í röð, enda þótt Philadelphia sé með sterkara lið. » 49