Ekki hefur farið fram hjá neinum að ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur tilkynnt um áform um að tryggja öllum strandveiðibátum 48 veiðidaga.
Ekki liggur fyrir hversu miklum aflaheimildum þurfi að ráðstafa til veiðanna til að það gangi upp, en talað hefur verið um á bilinu fjögur til fimmtán þúsund tonna þorskkvóta til viðbótar við þau ellefu þúsund sem veiðarnar fengu á síðasta ári.
Ríkisstjórnin hefur einnig boðið að innheimta eigi „réttlát auðlindagjöld“ og hafa flokkar vísað til auðlindarentu á bilinu 50 til 80 milljarðar króna. Á síðasta ári voru greiddir 5,6 milljarðar króna í veiðigjöld af þorski, rúmlega 40% meira en árið 2023 og það þrátt fyrir að þorskkvótinn hafi ekki aukist nema um þúsund tonn milli ára í 221 þúsund tonn.
Ef rýnt er
...