Hinn efnahagslegi fórnarkostnaður af strandveiðum er léttvægur fundinn af ríkisstjórn sem segist ætla að auka verðmætasköpun.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Strandveiðar voru innleiddar á Íslandi árið 2009. Í þeim felst að fjöldi smábáta hefur heimild til að halda til veiða fjóra mánuði á ári. Veiða má fjóra daga í viku og hámark er á því hversu mikið má veiða. Þegar heildarveiðin er komin í hámark eru veiðarnar stöðvaðar. Nú hafa strandveiðisjómenn fengið loforð frá ríkisstjórn um að þeim verði tryggðir 48 dagar til veiða í sumar. Það loforð mun hafa miklar og neikvæðar afleiðingar.

Tap af veiðunum – engin greining á árangri

Ekki hefur farið fram ítarleg greining á hvort strandveiðar hafi skilað því sem þeim var ætlað og efast má stórlega um að svo sé. Í grein í Regional Studies in Marine Science sem birt var árið 2021 er strandveiðikerfið borið saman við hið hefðbundna aflamarkskerfi. Þar segir að samkvæmt fjölda rannsókna á

...