Skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar Himnaríki og helvíti (2007) er komin út í Norður-Ameríku í þýðingu Philips Roughton og hefur hún þegar hlotið lofsamlegan dóm í The New York Times. Gagnrýnandinn John Self segir stíl Jóns Kalmans fyrst mæta…
![](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/1ae808ae-448e-4a28-84cb-ae00af2c4f75.jpg)
Skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar Himnaríki og helvíti (2007) er komin út í Norður-Ameríku í þýðingu Philips Roughton og hefur hún þegar hlotið lofsamlegan dóm í The New York Times. Gagnrýnandinn John Self segir stíl Jóns Kalmans fyrst mæta lesendum sem sérviskulegur en síðan verði hann ómótstæðilegur. Þá segir hann sögumannsröddina vera það eftirtektarverðasta við bókina. Að lokum segir hann góðu fréttirnar vera að þetta sé fyrsta bókin í þríleik.