Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru sjálfsagt um margt allt að því sjaldgæfar, þegar horft er til allmargra annarra vestrænna lýðræðisríkja. En ekki er nóg með það, þær hafa stundum orðið allt að því ævintýralegar. Nú hefur um nokkra hríð verið gengið út frá því að Donald Trump hafi verið aðal pörupilturinn í þeim stórbrotna leik, án þess þó að til grundvallar þeim gildisdómum hafi verið færð staðgóð eða haldbær rök. Fjarri því.
Donald Trump bauð sig fyrst fram til forseta fyrir kosningarnar 2016. Hann var allfjarri því að vinna þær forsetakosningar með yfirburðum, og Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetafrú eins vinsælasta forseta Bandaríkjanna, var vissulega öflugur andstæðingur. Fullyrt var, hvað eftir annað, að Donald Trump hefði unnið þessar kosningar með „svindli!“ en engin eða lítilfjörleg rök voru færð fyrir
...