![Xi Jinping forseti Kína og Donald Trump Bandaríkjaforseti. Búast má við að samskipti ríkjanna verði stirð á komandi árum.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/4aaebb50-80ed-47cb-950b-3f975ab42fa3.jpg)
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Stjórnarráð Íslands tilkynnti í nóvember á síðasta ári að tekist hefði að lenda fríverslunarsamningi við Taíland. Var sérstaklega vakin athygli á því að „samningurinn tryggir meðal annars fullt tollfrelsi inn á Taílandsmarkað fyrir flök af laxi, þorsk, grálúðu og loðnuhrogn, vélbúnað til matvælaframleiðslu og stoðtæki.“
Þá kveður samningurinn einnig á um samstarfsverkefni milli íslenskra og taílenskra aðila á sviði sjálfbærra fiskveiða og fiskveiðistjórnunar. Jafnframt voru íslenskum fyrirtækjum veittar víðtækari heimildir til fjárfestinga í Taílandi, auk þess sem aðgengi íslenskra þjónustufyrirtækja að taílenskum þjónustumarkaði var bætt.
„Fríverslunarsamningur við Taíland mun bæta samkeppnisstöðu íslenskra útflytjenda
...