![„Hann hefur lagt ótrúlega mikið af mörkum til hestamennskunnar, en mjög mikið hefur gerst á þessari hálfu öld eða svo síðan hann byrjaði í hestum,“ segir Hrafnhildur.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/7dc1c080-e8fc-40fd-97cc-65d76de7964c.jpg)
Þetta er lífsstíll,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir aðspurð hvort ekki sé nóg að gera í heimildarmyndabransanum. Hrafnhildur, sem þekkt er fyrir myndir á borð við Svona fólk, The Vasulka Effect og The Day Iceland Stood Still, var í fyrra sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir heimildarmynda- og þáttagerð og framlag til vitundarvakningar á sviði jafnréttismála. Um helgina verður frumsýnd í Laugarásbíói myndin Sigurvilji um ævi og störf Sigurbjörns Bárðarsonar, okkar fremsta knapa og tamningamanns. Hrafnhildur er að þessu sinni í sæti leikstjórans, en framleiðslan er í höndum Hekla films.
Safnaði fyrir sláturfolaldi
Langur aðdragandi er að myndinni en Hrafnhildur fór fyrst á Landsmót hestamanna árið 2016 í upplýsingaöflun en fjármagn fékkst ekki fyrr en löngu síðar.
„Það
...