Viðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins hófust í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan níu í gærkvöld, en þá var aðeins liðin rúm klukkustund frá því að meirihlutasamstarfi Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar var slitið
Reykjavík Það var drungalegt yfir ráðhúsinu í gærkvöld þegar oddvitar fjögurra flokka komu saman til viðræðna.
Reykjavík Það var drungalegt yfir ráðhúsinu í gærkvöld þegar oddvitar fjögurra flokka komu saman til viðræðna. — Morgunblaðið/Eggert

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Viðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins hófust í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan níu í gærkvöld, en þá var aðeins liðin rúm klukkustund frá því að meirihlutasamstarfi Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar var slitið.

Fundinum lauk á tólfta tímanum og vildu oddvitar flokkanna ekkert láta hafa eftir sér af fundinum annað en að flokkarnir hefðu komið sér saman um að hefja „formlegar viðræður“, en í því felst að flokkarnir munu ekki ræða við aðra flokka um mögulegt samstarf.

Fyrir fundinn sagðist Einar Þorsteinsson borgarstjóri í samtali við Morgunblaðið miða við það í viðræðunum að hann gegndi áfram embætti borgarstjóra, en hann sleit fyrra samstarfi á oddvitafundi um kvöldmatarleytið

...