Morgunblaðið var með frétt í ViðskiptaMogganum í vikunni þar sem fjallað var um Leigufélag aldraðra hses. og sölu eigna þess til Brákar íbúðarfélags, nánar tiltekið eigna að Dalbraut 6 á Akranesi og Vatnsholti 1 og 3 í Reykjavík
![Framkvæmdir Staða Leigufélags aldraðra er alvarleg og ljóst að framkvæmdakostnaður fór verulega fram úr áætlunum.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/93a52b0c-031c-435e-96fa-23005c02afd3.jpg)
Framkvæmdir Staða Leigufélags aldraðra er alvarleg og ljóst að framkvæmdakostnaður fór verulega fram úr áætlunum.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Matthías Johannessen
mj@mbl.is
Morgunblaðið var með frétt í ViðskiptaMogganum í vikunni þar sem fjallað var um Leigufélag aldraðra hses. og sölu eigna þess til Brákar íbúðarfélags, nánar tiltekið eigna að Dalbraut 6 á Akranesi og Vatnsholti 1 og 3 í Reykjavík.
Við sölu eignanna var gert upp við Arion banka og er því uppgjöri nú lokið. Afskrifaði bankinn framkvæmdalán að hluta og féll frá áföllnum vöxtum og kostnaði.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur ekki allt verið með felldu við rekstur leigufélagsins og illa að rekstrinum staðið í langan tíma.
Staða félagsins er alvarleg; ljóst er að framkvæmdakostnaður fór verulega fram úr áætlunum og er félagið í miklum fjárhagsvanda vegna þessa. Alls eru
...