Þetta eru mikil kaflaskil í mínu lífi og ég staldra alveg við þetta. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hugsaði ekki um þetta. Ég veit alveg að ég fæ einhver verkefni; ég óttast það ekki, en þetta er þröskuldur sem ég er að stíga yfir.
Örn Árna, Siggi og Karl Ágúst sjást hér í hlutverkum í Spaugstofunni.
Örn Árna, Siggi og Karl Ágúst sjást hér í hlutverkum í Spaugstofunni. — Morgunblaðið/Rax

Í Hafnarfirði býr stórleikarinn góðkunni Sigurður Sigurjónsson, betur þekktur einfaldlega sem Siggi Sigurjóns. Sigga þarf vart að kynna; hann hefur brugðið sér í hin ýmsu hlutverk og skemmt áhorfendum í Þjóðleikhúsinu og kvikmyndahúsum, sem og þeim sem heima sátu og hlógu sig máttlaus yfir Spaugstofunni. Hæfileikar hans á sviði leiklistar komu snemma í ljós þótt hann dreymdi aldrei um ævistarf sem leikari. En örlögin leiddu hann saman við leiklistargyðjuna og það varð ekki aftur snúið. Nú stendur Siggi á tímamótum þar sem hann verður sjötugur á árinu og samkvæmt venju þarf hann að hætta á samningi. Siggi kvíðir þó ekki framtíðinni og er ekkert hættur að leika, enda leynast tækifærin oft handan við hornið.

Föðurmissir fimm ára

„Ég fer ekkert héðan,“ segir Siggi, sem er stoltur Gaflari, fæddur á Hamarsbrautinni í heimahúsi, sonur

...