![Páll Snorrason](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/9c56b977-c597-4ef5-a08b-0362980db931.jpg)
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Útflutningsverðmæti loðnuafurða árin 2021 til 2023 námu rúmlega 108 milljörðum króna, þar af mest árið 2022 þegar útflutningsverðmætin námu 51,3 milljörðum króna. Loðnuvertíð hefur víðtæk áhrif á hagkerfið allt, bæði í gegnum skattspor reksturs sjávarútvegsfyrirtækjanna og vegna tekna þeirra sem hafa beina og óbeina atvinnu af henni.
Mátti til að mynda greina 9% samdrátt í atvinnutekjum í sjávarútvegi á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 í samanburði við fyrstu níu mánuði 2023. Áhrifin voru mest áberandi á þeim svæðum þar sem loðnu er landað og hún unnin. Varð 21% samdráttur á Austurlandi og 19% á Suðurlandi. Minnkuðu atvinnutekjur af sjávarútvegi um 25% í Fjarðabyggð, um 28% í Vestmannaeyjum og 17% á Höfn í Hornafirði.
Það eru því
...