Olga Ágústsdóttir fæddist í Bolungarvík 29. júlí 1935 en ólst upp á Ísafirði og í Æðey. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 24. janúar 2025.

Foreldrar Olgu voru hjónin Sigurður Ágúst Elíasson, f. 28.8. 1885, d. 13.9. 1969, kennari, kaupmaður og yfirfiskmatsmaður á Vestfjörðum og síðar á Akureyri, og k.h., Valgerður Kristjánsdóttir, f. 21.11. 1900, d. 29.9. 1963, kennari og húsfreyja.

Olga giftist 19.12. 1964 Kristjáni Hannessyni, f. 16.4. 1928, d. 20.11. 2013 í Reykjavík, og bjó með honum í Kaupangi frá árinu 1966. Foreldrar Kristjáns voru Hannes Kristjánsson, bóndi í Víðigerði í Eyjafjarðarsveit, og k.h., Laufey Jóhannesdóttir húsfreyja.

Alsystkini Olgu: Rannveig, Helga, Guðrún, Elías, Guðmundur, Ásgerður og Auður.

Olga

...