Meistarar Kansas City Chiefs gætu í Ofurskálarleiknum í New Orleans á morgun orðið fyrsta liðið í NFL-ruðningsdeildinni til að vinna þrjá titla í röð síðan deildin sameinaðist gömlu AFL-deildinni og setti Ofurskálarleikinn á laggirnar árið 1967
Áhugi Það var þröng á þingi þegar Patrick Mahomes ræddi við fréttamenn fyrir Ofurskálarleikinn á Marriott-hótelinu í New Orleans.
Áhugi Það var þröng á þingi þegar Patrick Mahomes ræddi við fréttamenn fyrir Ofurskálarleikinn á Marriott-hótelinu í New Orleans. — AFP/Jonathan Bachman

NFL

Gunnar Valgeirsson

Los Angeles

Meistarar Kansas City Chiefs gætu í Ofurskálarleiknum í New Orleans á morgun orðið fyrsta liðið í NFL-ruðningsdeildinni til að vinna þrjá titla í röð síðan deildin sameinaðist gömlu AFL-deildinni og setti Ofurskálarleikinn á laggirnar árið 1967.

Í veginum stendur sterkt lið Philadelphia Eagles.

Ástæðurnar fyrir því að þetta hefur verið svo erfitt fyrir mörg frábær lið í gegnum áratugina eru margar. Þreyta fer venjulega að segja til sín eftir þrjú löng keppnistímabil, sem leiðir til meiðsla og andlegra mistaka í úrslitakeppninni, og meistaraliðin eiga oft erfitt með að halda í alla lykilleikmenn sína vegna launaþaksins.

Örlögunum storkað of oft?

...