![Gunnar Sigvaldason kennir og rannsakar stjórnspeki við Háskóla Íslands.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/6debf0a7-8d6f-4bfc-8069-af841a16f624.jpg)
Eins leiðinlegt og það hljómar þá tengist mestallur lestur minn þessi dægrin vinnunni. En sem betur fer er margt skemmtilegt sem tengist henni. Eins og Conservatism: The fight for a Tradition sem er alþýðlegt fræðirit en það veitir fróðlegt yfirlit yfir sögu íhaldsstefnunnar og er skrifað af blaðamanninum Edmund Fawcett sem vill svo skemmtilega til að er móðurbróðir Boris Johnsons. Annað fróðlegt rit er Grandstanding: The Use and Abuse of Moral Talk eftir Justin Tosi og Brandon Warmke en þar ræða þeir skaðleg áhrif samfélagsmiðla á opinbera umræðu en einkum hvernig fólk notar siðferðilegt tungutak til að berja á pólitískum andstæðingum fremur en til að skilja og skýra þau siðferðilegu vandamál sem við þurfum að takast á við. Þriðja ritið sem tengist vinnunni er The Republic of Shame: How Ireland Punished ‘Fallen Women’ and Their Children eftir Caelainn Hogan. Þetta er afar áhrifaríkt rit um ömurlega framkomu írskra yfirvalda og
...