Sigurmark Harry Maguire og félagar fagna marki hans í gær.
Sigurmark Harry Maguire og félagar fagna marki hans í gær. — AFP/Oli Scarff

Enski varnarmaðurinn Harry Maguire var hetja Manchester United þegar liðið vann sigur á Leicester, 2:1, á heimavelli í fyrsta leik 4. umferðar ensku bikarkeppninnar í fótbolta á Old Trafford í gærkvöldi.

Maguire skoraði sigurmark United með skalla á þriðju mínútu uppbótartímans eftir langa sendingu fram úr aukaspyrnu frá Bruno Fernandes.

United var langt frá sínu besta í fyrri hálfleik og Bobby Decordova-Reid gerði eina markið er hann skoraði á 42. mínútu með skalla af stuttu færi.

United-menn mættu sterkari til leiks í seinni hálfleik og komust nokkrum sinnum nálægt því að jafna áður en varamaðurinn Joshua Zirkzee lagði boltann í netið af stuttu færi á 68. mínútu, fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

...