Karla Sofía Gascón braut blað í Óskarssögunni þegar hún varð fyrsta transkonan til að verða tilnefnd sem besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í franska söngleikstryllinum Emiliu Pérez. Draumurinn um að verða fyrsta transkonan til að vinna téð…
Karla Sofía Gascón hefur staðið í ströngu að undanförnu.
Karla Sofía Gascón hefur staðið í ströngu að undanförnu. — AFP/Raul Arboleda

Karla Sofía Gascón braut blað í Óskarssögunni þegar hún varð fyrsta transkonan til að verða tilnefnd sem besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í franska söngleikstryllinum Emiliu Pérez. Draumurinn um að verða fyrsta transkonan til að vinna téð verðlaun virðist hins vegar á augabragði hafa skolast burt með baðvatninu. „Ég held að óhætt sé að fullyrða að Karla Sofía Gascón muni ekki vinna nokkurn skapaðan hlut,“ segir Wendy Ide, kvikmyndagagnrýnandi The Observer, í samtali við vefmiðil breska ríkisútvarpsins, BBC.

En hvað í ósköpunum gerðist? Jú, rykið var dustað af færslum Gascón á samfélagsmiðlinum X, sem þá hét Twitter, frá 2020 og 2021, þar sem hún hallar meðal annars orði á George heitinn Floyd, íslam, Kínverja og óskarsverðlaunahátíðina sjálfa. Það féll ekki í frjóa jörð í Hollywood og Gascón hefur verið sökuð um að reka rýting í bak fjölmenningar. Nokkuð

...