Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Um allan heim er fólk á nálum yfir því að Donald Trump kunni að snarhækka tolla. Stutt er síðan hann hótaði Mexíkó og Kanada nýjum tollum, sem hann fékkst þó til að fresta gegn því að styrkja eftirlitið á landamærum þjóðanna. Tollar á kínverskar vörur hafa verið hækkaðir og Trump ýjað að því að röðin komi senn að Evrópu.
Gunnar Örlygsson er framkvæmdastjóri IceMar og segir hann ástandið í Washington kalla á að íslensk stjórnvöld sendi þangað sitt hæfasta samningafólk. Komi til þess að Trump leggi tolla á ESB – en ekki á EES-ríkin – myndi það setja íslenska seljendur í mjög sterka stöðu en verði Ísland líka fyrir barðinu á Trump-tollum myndi íslenskur sjávarútvegur þurfa að aðlagast hratt og væntanlega koma meira af vörum sínum til kaupenda í öðrum löndum.
...