HK vann óvæntan sigur á Haukum, 30:29, í úrvalsdeild karla í handbolta á heimavelli sínum í Kórnum í gærkvöldi. Eftir leikinn eru Haukar í fimmta sæti með 18 stig og HK í sjöunda sæti með 14.
Haukar voru skrefi á undan nánast allan fyrri hálfleikinn og komust í 10:7. Munaði þó aðeins einu marki í hálfleik, 16:15, og stefndi í spennandi seinni hálfleik og sú varð raunin.
HK byrjaði seinni hálfleikinn á að komast í 18:17 og var staðan 25:24 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður.
Eftir það var mikil spenna og skiptust liðin á að skora. Eftir æsispennandi lokakafla reyndust HK-ingar ögn sterkari.
Tómas Sigurðarson og Leó Snær Pétursson voru markahæstir hjá HK með sex mörk hvor og Jovan Kukobat varði 13 skot
...