Beita ætti aðferðafræði rökræðu- og þátttökulýðræðis áður en þjóðin greiðir atkvæði um ESB.
![Hlynur Ó. Svavarsson](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/3b6cabef-3b5f-4ddb-8b63-00e869b4020d.jpg)
Hlynur Ó. Svavarsson
Hlynur Ó. Svavarsson
Valgerður Björk Pálsdóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði, leggur eins og undirritaður áherslu á áhyggjur sínar af núverandi stjórnmálalegu umhverfi, þar sem traust almennings á stjórnmálakerfinu hefur minnkað. Hún telur að aðferðir úr rökræðu- og þátttökulýðræði geti leyst þessar áhyggjur og styrkt lýðræðisleg ferli í væntanlegri umræðu um ESB-aðild. Þessar hugmyndir mætti m.a. nota sem andsvar við grein Jóns Baldvins Hannibalssonar um EES-samninginn og sögulega þróun Evrópusamrunans, svo og til að koma í veg fyrir skautun í umræðunni um Evrópusambandið, sem er mjög gildishlaðin.
Fjórar aðferðir til styrktar rökræðu- og þátttökulýðræði
Rökræðulýðræði til að auka upplýsta umræðu.
Valgerður áréttar, í grein sinni á Vísi, að rökræðulýðræði (e.
...