![Búrfellslundur Vindorkuverið Búrfellslundur sem verið hefur nokkuð umdeilt verður 120 MW að stærð og á að rísa við Vaðöldu í Rangárþingi ytra.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/1ac6f5af-7ec0-4648-aaeb-8fe674761be9.jpg)
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála klofnaði í afstöðu sinni þegar meirihluti nefndarinnar hafnaði kröfu samtakanna Náttúrugriða um að ógilda þá ákvörðun Orkustofnunar að veita Landsvirkjun virkjunarleyfi vegna Búrfellslundar. Stóðu fjórir nefndarmenn að úrskurðinum, en einn vildi ógilda ákvörðun Orkustofnunar. Úrskurðurinn var birtur sl. fimmtudag.
120 MW vindorkuver
Ætla má að Búrfellslundur, sem verður 120 MW vindorkuver við Vaðöldu í Rangárþingi ytra, sé þar með kominn á beinu brautina. Orkustofnun veitti Landsvirkjun virkjunarleyfið í ágúst sl. en í september kærðu Náttúrugrið þá ákvörðun og kröfðust þess að hún yrði úr gildi felld. Segir meirihluti úrskurðarnefndarinnar að ekki verði séð að neinir þeir annmarkar séu á ákvörðun Orkustofnunar sem raskað
...