Eins og lesendur vita hafa orðið hreint ótrúlegar breytingar á íslenskum sjávarútvegi á undanförnum fjórum áratugum. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað og búið er að tæknivæða veiðar og vinnslu svo að rekstur útgerðarfélaganna er orðinn mun…
Landað úr grænlenskum togara á Skarfabakka. Viðtöl við stjórnendur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hafa m.a. leitt í ljós að þeir leggja núna vaxandi áherslu á að fjölga tekjustraumum í rekstrinum.
Landað úr grænlenskum togara á Skarfabakka. Viðtöl við stjórnendur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hafa m.a. leitt í ljós að þeir leggja núna vaxandi áherslu á að fjölga tekjustraumum í rekstrinum.

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Eins og lesendur vita hafa orðið hreint ótrúlegar breytingar á íslenskum sjávarútvegi á undanförnum fjórum áratugum. Mikil samþjöppun hefur átt sér stað og búið er að tæknivæða veiðar og vinnslu svo að rekstur útgerðarfélaganna er orðinn mun hagkvæmari en áður, verðmætasköpunin langtum meiri og hagnaður greinarinnar ágætur.

Kristján Reykjalín Vigfússon hefur skoðað þessa þróun og freistað þess að greina stefnumótun og samkeppnishæfni íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, og koma þannig auga á hvað hefur reynst best og líka hvaða hindranir greinin þarf að glíma við. Rannsóknir Kristjáns eru hluti af doktorsverkefni hans við Háskólann í Reykjavík og kynnti hann hluta af niðurstöðum sínum á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu í nóvember síðastliðnum.

...