![Magnús Trygvason Eliassen segir margt líkt með trommuleik og fótbolta.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/ae71c453-0ff8-4b18-acf4-812e956ae01d.jpg)
Við Magnús Trygvason Eliassen virðum tilmæli almannavarna á þessum fimmtudagsmorgni og höldum okkur heima. Spjallið sem við vorum búnir að sammælast um fer því fram gegnum síma en ekki augliti til auglitis eins og stefnt hafði verið að. „Já, þetta veður,“ verður okkur báðum að orði. Magnús upplýsir að hann hafi verið veðurtepptur í Færeyjum um liðna helgi; of hvasst var til þess að flugvélin mætti fara í loftið. Úr varð áhugavert samtal við heimamenn. „Færeyingar stæra sig af því að þola allt og halda því fram að veðrið sé hvergi verra en hjá þeim. Ég var einmitt í miðju svoleiðis samtali þegar tveir heimamenn, sem báðir höfðu búið um tíma á Íslandi, blönduðu sér í umræðurnar og staðfestu að veðrið væri miklu verra hér en þar. Þjóðarstoltið minnkaði talsvert hjá viðmælendum mínum,“ segir hann hlæjandi.
– Þú ert sjálfur ættaður frá Færeyjum, er
...