Jóhann Magnússon fæddist í Ráðagerði, Vetleifsholtshverfi í Rangárvallasýslu, 18. desember 1933. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. janúar 2025. Foreldrar Jóhanns voru Anna Pétursdóttir frá Stóra-Rimakoti Þykkvabæ, f. 1892, d. 1975, og Magnús Stefánsson, frá Litla-Rimakoti (Borg) Þykkvabæ, f. 1892, d.1974. Jóhann var næstyngstur 8 systkina, Þorbjargar, Unu, Sigríðar Önnu, Maríu, Þóru, Pálínu og Helgu. Af þessum sjö systrum hans er Helga, sú yngsta, ein á lífi.

Jóhann var 12 ára þegar fjölskyldan fluttist að Sólvöllum á Seltjarnarnesi. Þar lauk hann sinni barnaskólagöngu við Valhúsaskóla og vann sem vinnumaður í Nesi nokkur sumur. Ýmis önnur störf innti hann af hendi fram að tvítugu þegar hann árið 1954 kvæntist Elísu Magnúsdóttur, f. í Reykjavík 23. desember 1935. Foreldrar hennar voru Guðfinna Guðleifsdóttir frá Ísafirði, f. 1917, d. 2002 og Magnús Guðnason frá Haga í Grímsnesi, f.

...