Eigi lesendur erindi í matvöruverslun í Evrópu gætu þeir rekið upp stór augu þegar þeir sjá reyktan lax frá Noregi og Skotlandi merktan „The Icelander“. Um er að ræða vörumerki ítalsks félags með skrifstofur víðs vegar um Evrópu og selur …
![Sigríður Ragnarsdóttir segir mikil verðmæti fólgin í sterku orðspori þjóða og víða um heim tengi kaupendur sjávarafurða Icelandic-vörumerkið við gæði sem þeir séu tilbúnir að borga hærra verð fyrir.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/0ce685d6-c915-4924-ab08-28fcaed20d03.jpg)
Sigríður Ragnarsdóttir segir mikil verðmæti fólgin í sterku orðspori þjóða og víða um heim tengi kaupendur sjávarafurða Icelandic-vörumerkið við gæði sem þeir séu tilbúnir að borga hærra verð fyrir.
— Morgunblaðið/Karítas
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Eigi lesendur erindi í matvöruverslun í Evrópu gætu þeir rekið upp stór augu þegar þeir sjá reyktan lax frá Noregi og Skotlandi merktan „The Icelander“. Um er að ræða vörumerki ítalsks félags með skrifstofur víðs vegar um Evrópu og selur fyrirtækið aðallega reyktan lax, og þá einkum norskan þó að líka megi finna íslenskan lax í vöruúrvalinu.
Sigríður Ragnarsdóttir er framkvæmdastjóri Icelandic Trademark Holding ehf. (ITH), sem er eigandi vörumerkjanna „Icelandic“ og „Icelandic Seafood“. ITH er í eigu íslenska ríkisins en Íslandsstofa hefur umsjón með daglegum rekstri félagsins og er það stefna ITH að auka verðmæti og auðvelda markaðsaðgengi íslenskra sjávarafurða auk þess að standa vörð um Icelandic-vörumerkin.
...