![Þótt reykingar barna væru miklar 1975 reyktu sannarlega ekki öll börn.](/myndir/gagnasafn/2025/02/08/414c424f-7375-4653-a33b-2bf0b4ca9707.jpg)
Í könnun sem heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar lét gera í skólum borgarinnar snemma árs 1975, í samráði við fræðsluráð um reykingar skólabarna, kom m.a. fram, að af yngstu börnunum, 9 ára, höfðu 2,4% fiktað við að reykja, en 1,2% reyktu reglulega. Morgunblaðið greindi frá þessu.
Þegar kom að elstu börnunum, 16 ára gömlum, reyktu 45% þeirra, stúlkurnar ívið meira. Reykingar stúlkna höfðu nefnilega vaxið geysimikið, svo að um 13 ára aldur reyktu þær orðið meira en piltar á sama aldri.
Könnunin náði til 10.300 skólabarna á aldrinum níu til 16 ára. Könnunin fór þannig fram, að dreift var spurningalistum í skólunum, og síðan gerð tilraun til að prófa réttmæti svaranna og reyndust svörin að mestu rétt, að sögn Morgunblaðsins.
Ekki var endanlega búið að vinna úr könnuninni. „Verið er að vinna
...