Alma D. Möller
Alma D. Möller

Auka á fjármagn til Geðheilsumiðstöðvar barna, GMB. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra tilkynnti þetta í gær. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir m.a. að þetta geri GMB kleift að fjölga stöðugildum í greiningarteymum miðstöðvarinnar um tvö í því skyni að stytta bið barna eftir þjónustu.

Miðstöðin veitir annars stigs geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra um allt land. „Þessi ákvörðun endurspeglar áherslu ríkisstjórnarinnar á að stytta bið barna eftir mikilvægri þjónustu og setja geðheilbrigðismál í forgang. Ég er sannfærð um að þetta er góð ákvörðun, því þörfin er brýn og með þessu fjárfestum við jafnframt í framtíðinni,“ er haft eftir Ölmu.