Í gangi er vinna við lagningu aðkomuvegar að Hvammsvirkjun og efnisvinnsla sem því verkefni tengist, en samkvæmt upplýsingum frá Ólöfu Rós Káradóttur, yfirverkefnastjóra Hvammsvirkjunar hjá Landsvirkjun, er áformað að því verkefni ljúki á þessu ári

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Í gangi er vinna við lagningu aðkomuvegar að Hvammsvirkjun og efnisvinnsla sem því verkefni tengist, en samkvæmt upplýsingum frá Ólöfu Rós Káradóttur, yfirverkefnastjóra Hvammsvirkjunar hjá Landsvirkjun, er áformað að því verkefni ljúki á þessu ári.

Nú er í gangi útboð á vélbúnaði vegna virkjunarinnar sem og bygging vinnubúða sem ætlað er að hýsa starfsmenn sem starfa munu við virkjunarframkvæmdirnar.

Þá er útboð jarðvinnu fyrirhugað sem og byggingavirkis, loka, þrýstipípa og eftirlits, en stefnt er að því útboði á öðrum fjórðungi þessa árs. Í sumar er síðan áformað að bjóða út spenna, strengi og ýmsan raf-, stjórn- og varnarbúnað.

Landsvirkjun er með

...