Ísland mátti þola óþarflega stórt tap gegn Slóvakíu, 78:55, í lokaumferð F-riðils í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfuknattleik í Bratislava í gær. Íslenska liðið hafnar í fjórða og síðasta sæti F-riðilsins með einn sigur og fimm töp
Bratislava Íslensku landsliðskonurnar í leiknum í Slóvakíu í gær.
Bratislava Íslensku landsliðskonurnar í leiknum í Slóvakíu í gær. — Ljósmynd/FIBA

EM 2025

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Ísland mátti þola óþarflega stórt tap gegn Slóvakíu, 78:55, í lokaumferð F-riðils í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfuknattleik í Bratislava í gær. Íslenska liðið hafnar í fjórða og síðasta sæti F-riðilsins með einn sigur og fimm töp. Þetta var stærsta tap Íslands í undankeppninni, en hingað til hafði íslenska liðið átt í hörkuleikjum við alla mótherjana.

Tyrkland fékk 12 stig, Slóvakía 8, Rúmenía 2 og Ísland 2. Tyrkland fer á EM en úrslitin dugðu ekki Slóvakíu, sem hefði þurft helmingi stærri sigur til að ná síðasta EM-sætinu. Fjögur lið af átta í öðru sæti riðlanna fara á EM.

Þrátt fyrir 23 stiga tap byrjaði íslenska liðið af miklu krafti og gjörsamlega yfirspilaði Slóvakíu í

...