Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur enn ekki kynnt aðgerðir stjórnvalda í menntamálum fyrir tímabilið 2024 til 2027. Með aðgerðunum á meðal ann­ars að bregðast við slök­um ár­angri ís­lenskra grunn­skóla­nema í PISA-könn­un­inni árið 2022, en sá ár­ang­ur kom í ljós fyr­ir rúmu ári
Menntun Kynna átti aðgerðir í júní en áætlun hefur ekki litið dagsins ljós.
Menntun Kynna átti aðgerðir í júní en áætlun hefur ekki litið dagsins ljós. — Morgunblaðið/Karítas

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

hmr@mbl.is

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur enn ekki kynnt aðgerðir stjórnvalda í menntamálum fyrir tímabilið 2024 til 2027. Með aðgerðunum á meðal ann­ars að bregðast við slök­um ár­angri ís­lenskra grunn­skóla­nema í PISA-könn­un­inni árið 2022, en sá ár­ang­ur kom í ljós fyr­ir rúmu ári.

Ásmundur Einar Daðason, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, kynnti drög að tuttugu aðgerðum í lok september. Voru þá liðnir þrír mánuðir frá því að upphaflega átti að kynna aðgerða­áætlunina.

Aðgerðirnar sem voru kynntar á þinginu voru sem fyrr segir aðeins drög og var óskað eftir endurgjöf þinggesta til að leggja lokahönd á þær.

Í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að ráðuneytið sé búið að vinna úr endurgjöfinni og gera breytingar á aðgerðaáætluninni í samræmi við hana. Lauk þeirri vinnu í haust. Aftur á móti var ákveðið að fresta

...