Sveinn Tyrfingsson fæddist 28. janúar 1941. Hann lést 14. janúar 2025.

Útför Sveins fór fram 28. janúar 2025.

Sveinn frændi er nú fallinn frá.

Ég man eftir Sveini frá því ég fór að muna eitthvað eftir mér og hann var alltaf á Víbbanum eins og hann var kallaður og oft fengum við fjölskyldan far ef einhver viðburður var í ættinni.

Sveinn var ótrúlega mikill hugsuður og ég man að trúlega í kringum 1970 þá var hann oft að skoða kort af Hornströndum til að finna einhvern stað sem væri gott að flytja á en það var einhver ævintýraþrá sem bjó í honum og fékk útrás í ýmsu á lífsleiðinni.

Hann ferðaðist um hálendið þegar brýr voru ekki á farartálmum eins og Tungnaá og Köldukvísl og þá var farið á vaði yfir þessar

...