23 borgar- fulltrúar; 8 flokkar
![](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/dbe60fd3-7dbf-4175-a060-c18063e80d52.jpg)
Hermann Nökkvi Gunnarsson
hng@mbl.is
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að staða Sjálfstæðisflokksins sé nokkuð flókin í borginni ef hann ætli sér í meirihluta.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði á laugardaginn að Flokkur fólksins myndi ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda. Sósíalistar og Vinstri grænir hafa einnig sagt að þeir séu til í viðræður við flokka sem séu „sama sinnis“ og þeir og því má gera ráð fyrir að með þeim orðum séu þeir að útiloka Sjálfstæðisflokkinn.
„Það virðast ekki vera mjög augljósir kostir fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Grétar.
Meiri líkur á vinstristjórn
Grétar segir að í fljótu
...