Jón M. Ívarsson frá Vorsabæjarhóli sendi afbragðskveðju: „Þegar ég las í þínum þætti að þú værir áhugamaður um kveðskap um Njálu ákvað ég að láta slag standa og senda þér nokkrar vísur sem ég setti saman á fornsagnanámskeiði um Njálu hjá Félagi eldri borgara í haust
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Jón M. Ívarsson frá Vorsabæjarhóli sendi afbragðskveðju: „Þegar ég las í þínum þætti að þú værir áhugamaður um kveðskap um Njálu ákvað ég að láta slag standa og senda þér nokkrar vísur sem ég setti saman á fornsagnanámskeiði um Njálu hjá Félagi eldri borgara í haust. Kennarinn, Baldur Hafstað, var alltaf að hvetja menn til að segja eitthvað í bundnu máli svo ég setti saman nokkrar vísur í gamni og alvöru og kallaði þær: Njála í örstuttu máli.“
Mikil bók og merk er Njála
mörgum búið er að kála
Gunnar þar í stríði stála
steindrepinn að lokum var.
Þarna mátti bana bíða
bogastrenginn missti fríða
...