Sigruðu Framarinn Eiður Rafn Valsson fagnar í leikslok.
Sigruðu Framarinn Eiður Rafn Valsson fagnar í leikslok. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Baráttan um deildarmeistaratitil úrvalsdeildar karla í handbolta harðnaði mjög á laugardaginn þegar Fram sigraði Aftureldingu, 34:32, í Úlfarsárdal.

Framarar komust með sigrinum einu stigi upp fyrir Aftureldingu og jöfnuðu við FH-inga á toppi deildarinnar en FH á leik til góða. Valsmenn eru þremur stigum á eftir Fram og FH og þessi fjögur lið eiga öll ágæta möguleika á efsta sætinu.

Afturelding var sjö mörkum yfir í hálfleik, 20:13, en Framarar sneru blaðinu algjörlega við í síðari hálfleik. Reynir Þór Stefánsson skoraði níu mörk fyrir Fram og Kristján Ottó Hjálmsson sjö fyrir Aftureldingu.

KA kom sér í fjögurra stiga fjarlægð frá fallsæti deildarinnar með því að sigra ÍR, 39:34, í lykilleik botnbaráttunnar í Skógarseli í Reykjavík í gær. ÍR-ingar hefðu jafnað KA að stigum með sigri og hleypt með því gríðarlegri spennu í fallslaginn.

Leikurinn var jafn þar til um miðjan síðari hálfleik þegar KA-menn sigu fram úr.

Patrekur Stefánsson skoraði 9

...