![](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/9585d30a-c4cf-4dd9-9385-ff089e1e2375.jpg)
Guðrún Guðmunda Sæmundsdóttir fæddist 21. júlí 1932. Hún lést 6. janúar 2025.
Útför fór fram 21. janúar 2025.
Amma Guðrún og afi Steini voru okkur eins og aukasett af foreldrum þegar við vorum litlir. Þau pössuðu okkur, litu eftir okkur og gáfu okkur að borða eftir skóla og fóru með okkur í sund og ísbúð um helgar.
Við munum vel eftir ömmu þegar hún var upp á sitt besta. Hún prjónaði peysur á okkur, bakaði fyrir okkur og sinnti garðyrkjustörfum í blómabeðinu þeirra hjá blokkinni á Fornhaganum. Við vorum vissir um að hún ætti marga vini, því hún talaði klukkustundum saman í símann og ef hún hafði engan viðmælanda talaði hún bara við sjálfa sig. Við eigum góðar minningar af því að hlera löngu símtölin hennar úr öðrum síma og koma upp um okkur með því að springa úr hlátri, sem henni þótti líka mjög
...