Trúin Rithöfundurinn C.S. Lewis skrifaði bækur um ýmislegt annað en ljón, nornir og dularfulla skápa, meðal annars talsvert um kristna trú.
Trúin Rithöfundurinn C.S. Lewis skrifaði bækur um ýmislegt annað en ljón, nornir og dularfulla skápa, meðal annars talsvert um kristna trú.

Ég hef verið beðinn um að segja ykkur hverju kristið fólk trúir og ég ætla að byrja á að segja ykkur frá einu sem kristið fólk þarf ekki að trúa. Sá sem er kristinn þarf ekki að trúa því að öll önnur trúarbrögð heims séu tóm vitleysa frá upphafi til enda. Þeir sem trúa ekki á neinn guð verða að trúa því að meginkjarni allra trúarbragða heimsins sé ein stór mistök. Kristnu fólki er frjálst að trúa því að öll þessi trúarbrögð, jafnvel þau furðulegustu, búi yfir að minnsta kosti einhverju sannleikskorni. Þegar ég var trúleysingi varð ég að reyna að sannfæra sjálfan mig um að meirihluti mannkynsins hefði alltaf haft rangt fyrir sér varðandi þá spurningu sem skipti okkur mestu máli. Þegar ég varð kristinn gat ég verið frjálslyndari í skoðunum mínum. En auðvitað verður kristið fólk að telja að þegar kristindómurinn sé ólíkur öðrum trúarbrögðum hafi hann rétt fyrir sér en

...