Verkföll Boðuð hafa verið verkföll í fimm framhaldsskólum víða um land.
Verkföll Boðuð hafa verið verkföll í fimm framhaldsskólum víða um land. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Formaður Félags framhaldsskólakennara segist ekki geta séð að dómur Félagsdóms hafi nokkur áhrif á boðuð verkföll í fimm framhaldsskólum á landinu.

Félagsdómur dæmdi í gær verkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Um er að ræða alla grunn- og leikskóla sem hafa verið í verkfalli frá 1. febrúar fyrir utan leikskólann í Snæfellsbæ en verkfallið þar var það eina sem ekki var dæmt ólögmætt.

Að öllu óbreyttu munu því verkföll hefjast 21. febrúar í fimm framhaldsskólum á landinu. Það er í Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. » 2