Jón Stormur Benjamínsson fæddist 14. júlí 1968. Hann lést 7. janúar 2025.

Útför hans fór fram 24. janúar 2025.

Elsku hjartans bróðir minn. Nú hefur þú stimplað þig út og kvatt í síðasta sinn. Farinn á vit feðranna alltof snemma. Svo sárt og ótímabært. Þú varst fljótamaður í húð og hár, vildir helst ekki annars staðar vera. Við vorum gjörn á að reisa loftkastala og skýjaborgir, en framkvæmdirnar voru eftir, það verður seinna í annarri vídd. En ekkert er sjálfgefið í þessum heimi. Það hefur örugglega verið tekið vel á móti þér í sumarlandinu. Þú elsku góði drengur með hjarta úr gulli, húmoristi og gleðipinni, sem alltaf varst tilbúinn að rétta hjálparhönd og gefa öðrum. Margs er að minnast og margs er að sakna. Þú elskaðir mótorhjól, vélsleða og kraftmikla bíla. Verklaginn þúsundþjalasmiður, dverghagur í höndum. Takk fyrir allt og

...