![](/myndir/gagnasafn/2025/02/10/c6de55ac-42e5-40c2-9b24-31bb8963eea1.jpg)
— Morgunblaðið/Ólafur Árdal
Eftir að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur sprakk á föstudaginn hafa flokkarnir staðið í miklum þreifingum í þeirri viðleitni að mynda nýjan meirihluta. Sjálfstæðismenn eru í kröppum dansi sökum þess að Flokkur fólksins hefur beinlínis útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Á sama tíma segjast Sósíalistar og Vinstri græn vilja í stjórn með flokkum sem eru „sama sinnis“ og þau. » 6 og 14